Alexander Ágúst 17 ára.

Alexander Ágúst varð 17 ára í dag. Alveg magnað hvað tímanum líður. Ég man það eins og það hafi verið í gær að hann var að koma í heiminn. Það var stress í fæðingunni og þegar svo loks hann kom í heiminn var ég búinn á því...og ég þurfti ekkert að gera en að horfa á. Drengurinn kom í heiminn 19 mínútur yfir miðnættið og var tæp 5 kíló og 57 centímetrar...hátt í tvö fet ;).

Ég hringdi í systur mína og tilkynnti fæðingu piltsins og hálfgrét í símann. Ég var og er ferlega stoltur að eiga þennan klára dreng.

Nú er pilturinn á fullu í námi á Laugarvatni. Honum líkar vel og nú brátt í prófatörn.

Edda móðursystir mín á líka afmæli í dag. Stórgóður dagur.

Lifið heil.

Arnar Thor

Ummæli

Helgi sagði…
Hversu mörg fet ert þú, núorðið?
Til lukku með erfingjann. Já, það er einkennilegt að krakkarnir séu orðnir svona gamlir. Og við alltaf á sama reki!

Vinsælar færslur